
Örn Haraldsson
Teymisþjálfari og markþjálfi
Traust og samvinna
Það sem ég hef að bjóða
Ég hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Í meira en áratug hef ég teymisþjálfað og markþjálfað til að hraða lærdómi, auka árangur og starfsánægju teyma og einstaklinga - með fyrirtækjum eins og CRI, Marel og GRID.
Teymisþjálfun
Til að teymisvinna skili árangri þarf traust, nánar tiltekið sálfræðilegt öryggi, að teymismeðlimir geti mætt með öll sín gæði að borðinu. Upplifir teymið þitt sálfræðilegt öryggi?
Sýnin þarf líka að vera skýr. Er teymið samstillt um hvað það gerir, af hverju, fyrir hverja og hvernig?
Svo er það vinnukerfið, hvernig teymið vinnur saman. Hvaða fundi heldur teymið, hver er tilgangur þeirra og hvernig eru þeir keyrðir? Hvaða tól og tæki notar teymið til að halda utan um sína vinnu. Er þitt teymi með skýrt og markvisst vinnukerfi?
Markþjálfun, leiðtogaþjálfun, og handleiðsla
Markþjálfun snýst um að finna út hver þú ert, hvað þú raunverulega vilt og vinna út frá því.
Veistu hvert þú ert að fara? Fyrir hvað þú stendur? Hverjir þínir eiginleikar eru? Hvar þeir nýtast vel og hvar ekki? Hvernig leiðtogi þú vilt vera?
Ertu að leiðtogast en langar í eigin uppfærslu?
Vantar þig þjálfun og/eða handleiðslu í leiðtogahlutverkinu? Við að leiða eigið teymi?
Vinnustofur, námskeið og erindi
Ég býð upp á vinnustofur, námskeið og erindi um fyrirbæri eins og:
Hvað er teymi? Hvað er teymisvinna?
Hvað skiptir máli fyrir árangursríka teymisvinnu?
Sálfræðilegt öryggi í teymisvinnu.
Grunnfærni markþjálfunar
Listin að gefa og þiggja endurgjöf
Hvað segir fólkið?
“Teymið hefur notið virkilega góðs af samstarfi við Örn sem hefur hjálpað frábæru teymi að ná enn lengra. Hann hefur getu til þess að styðja við teymi á víðtækan hátt, allt frá daglegum málum yfir í sérhæfða vinnu eins og strategíu, gildi og þjálfun við endurgjöf. Töfrar teymisvinnunnar koma með auknu trausti, einingu og skýrleika, og að því getur Örn unnið á einstakan hátt með teyminu.”
— Björk Kristjánsdóttir, COO og CFO hjá CRI
“Það er frábært að vinna með Erni. Hann var með okkur í 3 ár í stjórnendaþjálfun, markþjálfun og teymisþjálfun. Saman þá höfum við unnið að því að hafa áhrif á menningu og vinnubrögð í vöruþróun í Marel. Örn nálgast öll verkefni með einlægni og áhuga á manneskjunni. Hann hefur gott innsæi og hægt að treysta á hann í hvaða aðstæðum sem er. Almennt þá heldur hann vel utan um allt og setur skýr markmið og tilgang með veru sinni.
Ég tek skref í betri og jákvæðari átt eftir samtöl við Örn og hann hefur hjálpað mér að vaxa í starfi.”
— Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel
“Þróun mín sem manneskja og stjórnandi er ævilangt verkefni. Örn hefur opnað á nýjar víddir og hjálpað mér að forgangsraða aðgerðaráætlun um næstu skref í minni þróun og gert mig betri. Ómetanlegt!”
— Bjarni Herrera,
framkvæmdastjóri og meðeigandi CIRCULAR Solutions
“Örn er hálfgerður töframaður þegar kemur að mannlegum samskiptum. Aðkoma hans hefur haft frábær áhrif á samskipti, samvinnu og vinnustaðamenningu hjá GRID, en hér vinnur hann bæði með einstaklingum, stærri hópum og fyrirtækinu í heild. Jákvæðni, orka og einlægni Arnar eru smitandi og hans nálgun öll á þeim nótum sem nútímalegir vinnustaðir ættu að tileinka sér.”
— Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
“Ég hef verið svo einstaklega heppin að fá að kynnast Erni og vinna með honum í nokkur ár, sem teymisþjálfara og markþjálfa, í gegnum mitt starf sem forstöðumaður hjá Icelandair.
Örn hefur einstakt lag á að halda utan um hópa og byggja upp traust meðal samstarfsfélaga og hann skilur að það er einn af lykilþáttum þess að teymið nái árangri.
Markþjálfinn Örn hefur svo hjálpað mér að setja háleit markmið og láta ekki hugsana hindranir stoppa mig. Það leiddi til þess að draumar urðu að veruleika og var magnað að horfa til baka sjá árangurinn.
Örn er ekki bara framúrskarandi markþjálfi og teymisþjálfari heldur einnig einstök og góð manneskja með ótrúlega gott innsæi, það er sá eiginleiki sem drífur hann áfram og hjálpar öðrum að skara fram úr.”
— Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður Customer Experience Development hjá Icelandair
Hver er ég?
Ég er fæddur 1973 og uppalinn í sveit, nánar tiltekið í Gnúpverjahreppnum, langyngstur 8 systkina. Ég er giftur henni Sigrúnu Sigurjónsdóttur og við erum svo lánsöm að eiga einn 11 ára dreng, hann Dag.
Auk markþjálfa- og teymisþjálfaranáms og viðeigandi vottunum frá ICF (PCC, ACTC) þá er ég með B.Sc. í tölvunarfræði, tók jógakennaranám og kennsluréttindi, en fyrst og fremst er ég manneskja, eins og þú.
Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess.
Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni hjálpa ég teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.
Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn (allavega þegar ég passa upp á að hreyfa mig 🙂).
orn@ornharaldsson.is
8221673
Viltu fylgjast með?
Endilega skráðu þig hér á póstlistann minn ef þú vilt fylgjast með því sem ég sendi frá mér.