Nám í teymisþjálfun

Haustnámið hefst 12. september, hámark 10 sæti.

Ertu að leiða teymi en værir til í að verða betri í því? Eða ertu markþjálfi og langar að víkka þig í að þjálfa teymi?

Ég býð upp á alþjóðlega vottað nám í teymisþjálfun.

Hvað er í þessu námi?

Við förum meðal annars í saumana á:

  • Hvað teymi og teymisþjálfun er

  • Hæfnisþætti ICF sem snúa að teymisþjálfun

  • Hvernig við víkkum hlustun okkar til að mæta teymi

  • Sálrænu öryggi, hvað það er, hvaða máli það skiptir í heilsu teymis og hvernig hægt er að vinna með það

  • Módelum til að nálgast teymi og þjálfun þeirra

  • Hvernig við förum af stað með teymisþjálfunarverkefni

  • Hver við viljum vera í þessu nýja hlutverki, hvernig við sjáum okkur sjálf, hvernig aðrir sjá okkur,  hvaða áhrif persónuleiki okkar, styrkleikar og veikleikar, hafa á hæfni okkar í þessu hlutverki og hvernig við getum þróað okkur og þroskað til að mæta því

  • Dýnamík í teymum, hvernig við hlustum eftir mynstrum, hvenær og hvernig við grípum inn í

  • Grunnatriðum í að lóðsa (e. facilitation) vinnustofur sem styðja teymið í vegferð sinni

  • Hvernig hjálpa megi teymum að takast á við ágreining

  • Hvernig hjálpa megi teymum að gefa og þiggja endurgjöf

  • Hvernig hlutverkin spilast þegar tveir eru að teymisþjálfa saman

  • Hver grunnurinn er í Agile nálgun og hvernig Agile tengist teymisþjálfun

  • Hvernig stöðugar umbætur spila inn í þróun okkar sjálfra í hlutverki teymisþjálfarans og hvernig við getum hjálpað teymum að innleiða það hjá sér

Fyrir hverja?

Þetta nám hentar þér:

  • Ef þú ert leiðtogi, stjórnandi, millistjórnandi, mannauðsstjóri, verkefnisstjóri, teymisstjóri, ... - titillinn skiptir ekki öllu máli heldur að þú sért nú þegar með einhverjum hætti, eða vilt fara í, að leiða og/eða styðja samvinnu fólks.

  • Ef þú ert markþjálfi sem langar að víkka markþjálfunarfærni þína yfir á teymi

Hvað segja fyrri nemendur?

“Markvisst og vel úthugsað efni. Frábær framsetning og fullkomið jafnvægi á milli fyrirlestra og æfinga. Örn sýnir mikla næmni gagnvart nemendum og tryggir að allir njóti sín og fái sem mest úr náminu.“

-

“Örn hvatti til umræðu án þess að láta hana fara úr böndunum og missa marks. Kennsluaðferðin var því góð blanda af fyrirlestrum og æfingum ásamt umræðum sem raungera kennsluna.“

-

Ég er komin með allskonar tæki og tól, sem nýtast mér í allskonar aðstæðum til að styðja teymi.“

-

“Örn er frábær kennari. Kennslan var aldrei þurr, bæði vegna framsetningarinnar og að hann lét okkur tjá okkur um hugtök og umorða skilgreiningar með eigin orðum og gera æfingar sem líkja eftir aðstæðum sem reyna á teymisþjálfarann.“

-

“Snilldarblanda af ástríðarfullri og lifandi kennslu ásamt æfingum og samtölum sem kristalla og raungera lærdóminn. Praktíst kennsla og yfirfærsla þekkingar, aðferða og viðhorfa sem hafa virkað hjá Erni. Skemmtilegt og spennandi nám sem ekki bara undirbýr vel fyrir hlutverk teymisþjálfara, heldur hvetur og ýtir undir persónlulegan vöxt”

-

“Námið í teymisþjálfun hjá Erni er faglegt, hnitmiðað og mannlegt. Það veitti mér skýra sýn á hlutverk teymisþjálfa, styrkti minn eigin stíl og gaf mér öflug verkfæri til að styðja teymi í vexti og áskorunum. Örn heldur utan um hópinn af næmni og festu og skapar rými þar sem raunverulegur þroski á sér stað.”

- Berglind Björk Hreinsdóttir, ráðgjafi og eigandi Kjarks ráðgjafar

-

“Námið var vel útfært og skipulagt með það að markmiði að þátttakendur fengju tækifæri til þess að vaxa í sínu hlutverki. Öryggið og einlægnin sem skapaðist í náminu var sérlega dýrmæt. Það er ekki sjálfsagt og finnst mér Örn hafa náð því fram með blöndu af húmor, berskjöldun og heiðarleika. Að fá handleiðslu frá Catherine var mikilvæg viðbót sem stóð algjörlega fyrir sínu og gaf náminu aukið vægi.“

- Anna V. Sigurðardóttir, mannauðsráðgjafi

-

“Námið var mjög vel skipulagt af fróðleik, verkefnum og persónulegum tengingum. Hver nemandi gat nýtt vel og miðlað sinni reynslu og upplifun á meðan náminu stóð. Örn náði fram því besta í öllum með mikilli þekkingu og góðum húmor. Uppsetningin að hafa staðarlotur og svo verkefni á milli lota hefur nýst mér ótrúlega vel í mínu starfi. Catherine var viðbót sem kom verulega á óvart og nýttist hver klukkustund með henni eins og heill dagur. Hannesarholt sem kennslustaður og val á nemendum í námið var svo dásamleg viðbót.”

- Jóhanna Másdóttir, Culture and Development Director at Five Degrees

-

“Það sem mér fannst áhugaverðast var að læra hvernig hægt er að nýta verkfæri teymisþjálfunar í ólíkum hlutverkum, þar sem oft er maður ekki í hlutverki teymisþjálfa heldur teymisleiðtoga eða teymismeðlims, sem dæmi. Ég mæli hiklaust með þessu námi hjá Erni og Catherine og ég er svo miklu ríkari á eftir.“

- Ingunn Jónsdóttir, framkv.stj. samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga

Hvernig og hvenær fer námið fram?

Um er að ræða nám í þremur staðarlotum (3+2+2 = 7 dagar), ásamt verkefnum, lestri og æfingum utan lotanna, samtals 65 klukkustundir. Ég kenni þetta nám og legg áherslu á upplifunina þannig að nemendur fái að læra sem mest með því að prófa sjálf (learning-by-doing). Stóra málið milli lotanna er að æfa sig með sínu teymi.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns til að hafa gæði námsins í hávegum.

Næsti hópur fer af stað í september:

  • Fyrsta lota: 12.-14. september (föstudagur, laugardagur, sunnudagur)

  • Önnur lota: 10.-11. október (föstudagur, laugardagur)

  • Önnur lota: 7.-8. nóvember (föstudagur, laugardagur)

Kennsla er á milli 9 og 16:30 alla daga.

Við verðum í frábærum sal (Hljóðbergi) í hinu sögufræga húsi Hannesarholti og er innifalinn úrvals hádegismatur ásamt gómsætri hressingu fyrir og eftir hádegi.

Handleiðsla (e. supervision)

Einn af hápunktum námsins er að ég hef fengið Dr. Catherine Carr til liðs við mig og hún mun sjá um handleiðslu nemenda (e. supervision). Boðið verður upp á þrjá hóp-handleiðslu-fundi (e. group supervision session) á meðan á náminu stendur. Rétt er að taka fram að handleiðslan fer fram á ensku og verður á netinu (Zoom).

Í viðbót við þessa handleiðslu er einnig innifalin ein mentor markþjálfun (1-1) hjá mér á meðan á námi stendur.

Hvaða kröfur eru gerðar?

Kröfurnar sem ég geri til þeirra sem koma í námið eru:

  • að þú hafir reynslu af því að leiða hóp fólks í gegnum eitthvað verkefni/áskorun.

  • og/eða hafir grunnþekkingu á markþjálfun.

Það er ekki inngöngukrafa að þú hafir teymi til að vinna með á meðan námi stendur en að hafa slíkt og æfa sig með því á milli lotanna gerir það að verkum að þú færð mun meira út úr náminu.

Vottun

Þar sem námið er vottað af ICF, svokölluð AATC vottun, þá uppfyllir það þær kröfur sem ICF gerir til námseininga til að sækja um að verða vottaður teymisþjálfari frá ICF (ACTC). Nánar um það hér —> https://coachingfederation.org/credentials-and-standards/team-coaching

Skráning

Eftir að þú hefur skráð þig mun ég hafa samband og fara yfir málin til að athuga enn betur hvort þetta nám henti þér.

Þú staðfestir svo skráninguna, og átt þar með frátekið pláss fyrir þig í náminu, með því að greiða staðfestingargjaldið.

Verð og greiðsluskilmálar

Verðið er 589.000 kr., þar af er staðfestingargjald, 50.000 kr., sem er greitt eftir að skráning er staðfest og fæst ekki endurgreitt. Eftirstöðvarnar þarf að greiða ekki síðar en tveimur vikum áður en námið hefst. Greiðsludreifing er einnig í boði.

Rétt er að benda á að ýmis stéttarfélög bjóða upp á styrki fyrir nám sem þetta.

Eftirfylgni

Hægt er að fá áframhaldandi handleiðslu hjá Dr. Catherine eftir að námi lýkur, það er ekki innifalið í verðinu fyrir teymisþjálfunarnámið.

Og ég verð sjaldan langt undan 😁.

Ég hlakka til að heyra frá þér og enn meira að styðja þig í að þjálfa teymi!